*

Matur og vín 16. nóvember 2018

Grandi Mathöll í New York Times

Í grein sem bitist á heimasíðu New York times segir blaðamaður frá heimsóknum sínum í Granda Mathöll.

Blaðamaður New York Times, Nicholas Gill, var staddur hér á landi á dögunum. Í grein sem bitist á heimasíðu New York Times segir Gill frá heimsóknum sínum í Granda Mathöll. Grandi Mathöll opnaði síðasta sumar og er hún til húsa í húsnæði Sjávarklasans í Grandagarði.

Gill segir meðal annars frá því þegar hann fékk sér svið frá veitingastaðnum Fjárhúsið, sem er með aðsetur í mathöllinni. Herborg Svana Hjelm, einn af eigendum Fjárhússins segir Gill til um hvernig sé best að bera sig að þegar borða skal svið. Eftir að hafa kennt Gill að borða svið, sagði Herborg þessa skemmtilegu setningu: „Þetta er bara heiðarlegur matur."

Gill segir frá því að mathallir séu vinsælar hérlendis en þessi tískubylgja hófst með opnun mathallar á Hlemmi sumarið 2017. Á meðan dvöl Gill stóð fór hann að eigin sögn nokkrum sinnum í Granda Mathöll og smakkaði rétti af flestum veitingastöðum sem eru með bás í húsnæðinu. 

Í greininni kemur fram aðGill þótti einstaklega skemmtilegt að setjast niður við borð með matinn sinn og horfa yfir gömlu höfnina þar sem fiskibátar sigla um, sumir hverjir með fisk sem síðar verði borinn fram ofan í gesti mathallarinnar.  

Stikkorð: Grandi  • Mathöll