*

Sport & peningar 18. ágúst 2015

Þetta eru bestu háskólar Bandaríkjanna

Nýútskrifaðir nemendur MIT skólans eru með rúmar níu milljónir í byrjunarlaun.

Á hverju ári tekur Business Insider saman lista yfir bestu háskóla Bandaríkjanna. Þar er horft til þess hvaða skólar eru bestir í að skila nemendum árangri eftir útskrift, niðurstöðu úr SAT prófum og byrjunarlauna eftir útskrift, auk fleiri atriða. Að þessu sinni er það Massachusetts Institute of Technology, eða MIT, sem er efstur á listanum. Eftir útskrift byrja nemendur skólans að meðaltali með 70 þúsund dollara í laun á ári, eða sem nemur 9,3 milljónum íslenskra króna.

Samkvæmt listanum eru topp 10 háskólar Bandaríkjanna fyrir árið 2015 þessir:

1.       Massachusetts Institute of Technology

2.       Stanford

3.       Harvard

4.       Princeton

5.       California Institute of Technology

6.       Yale

7.       Duke

8.       Columbia

9.       University of Pennsylvania

10.   Dartmouth

Hér má lesa nákvæmlega hvernig listinn er unninn.