*

Hitt og þetta 17. nóvember 2004

Thierry Henry gengur til liðs við Pepsi

Knattspyrnusnillingurinn og markahrókurinn Thierry Henry, leikmaður Arsenal og franska landsliðsins, hefur gert auglýsingasamning við PepsiCo International, framleiðanda Pepsi og Pepsi Max.

Thierry Henry gengur þar með í raðir liðs sem hefur á að skipa stjórstjörnum eins David Beckham, Roberto Carlos, Raul Gonzales, Ronaldinho, Fernando Torres og Rafael van der Vaart. Pepsi International hefur átt afar farsælt samstarf við bestu knattspyrnumenn og knattspyrnulið heims síðastliðin ár en þar á meðal eru Real Madrid, Manchester United, Pele og fleiri.

Eftir undirskrift samningsins sagði Theirry Henry að stórkostlegar auglýsingaherferðir Pespi undanfarin ár hefðu hrifið sig. Það hafi því ekki verið erfið kvörðun að ganga til liðs við stjörnum prýtt lið Pepsi. ?Ég hlakka til samstarfsins við Pepsi og bíð, eins og þúsundir knattspyrnuáhugamanna um allan heim, spenntur eftir næstu sókn Pepsi á markaðnum, ? sagði Henry.

Antonio Lucio, aðalmarkaðsstjóri PepsiCo International sagði: "Okkar stefna er að eiga samvinnu við bestu og stærstu stjörnur knattspyrnunnar. Thierry Henry er sannarlega í þeim hópi. Hegðun hans utan vallar sem innan samræmist sannarlega þeirri stefnu Pepsi að vera ávallt í fremstu röð."