*

Ferðalög & útivist 23. september 2013

Þitt eigið fjall í skíðaferðinni

Hótel í Sviss hyggst taka frá heilt fjall fyrir gesti sína í einn dag í nóvember.

Tschuggen Grand Hotel ætlar að bjóða gestum sínum upp á heilt fjall í einn dag. Mikil samkeppni ríkir á milli lúxushótela í skíðaferðabransanum og því er það ágætis tromp hjá Tschuggen Grand Hotel að bjóða gestum upp á þann möguleika að hafa heilt fjall út af fyrir sig í einn dag.

Hótelið er í bænum Arosa, í Schanfigg dal. Gestir sem gista á hótelinu í lok nóvember eiga von á góðu. Þann 29. nóvember mun gestum hótelsins vera boðið upp á að skíða á fjallinu en daginn eftir, 30. nóvember, hefst skíðatímabilið formlega.

Á hótelinu eru 130 herbergi svo ef hótelið verður fullt má búast við 260 manns á fjallinu þann 29. nóvember. Hótelið hefur sett saman tilboðspakka: Þrjár nætur, í hálfu fæði og dagpassa á fjallið þann 29. nóvember ásamt jazz morgunverðarhlaðborði á sunnudeginum og aðgangi í heilsulindina á 631 pund á mann eða rúmar 122.000 krónur.

The Telegraph segir frá málinu á vefsíðu sinni hér

Stikkorð: Sviss  • Skíðaferðir