*

Menning & listir 27. febrúar 2018

Þjóðlagahátíð á Kex um helgina

Bjartmar Guðlaugsson, Mads Mourits og grískt kaffihúsaband eru meðal gesta á 8. þjóðlagahátíðinni 1. til 3. mars.

Reykjavík Folk Festival fer fram í áttunda skipti í ár og verður haldin á KEX hostel (gamli nýló salurinn) dagana 1.-3. mars milli kl 20 og 23. Þetta er einlæg tónlistarhátíð þar sem stefnt er að því að skapa notalega stemmingu og nánd milli tónlistarmannsins og áheyrandans segir í fréttatilkynningu. 

Dagskráin í ár er fjölbreytt eins og áður, með vænum þverskurði þess sem er að gerast í þjóðlagatónlistarsenunni í dag. Við höfum bæði fjölda nýrra listamanna í þjóðlagageiranum á borð við Árna Vil og Madz Mouritz í bland við gamalkunna og þjóðþekkta einstaklinga á borð við Pétur Ben, Láru Rúnars, Teit Magnússon, Myrru Rós og okkar eina sanna Bjartmar Guðlaugs. 

Sömuleiðis fáum við smakk af erlendri þjóðlagaflóru, en við fáum bæði Madz Mourits sem hefur getið sér gott orð í heimalandinu sínu Danmörku, auk þess sem grískt kaffihúsaband mun byrja föstudagskvöldið, undir dyggri stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar buzukileikara.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is