*

Bílar 22. júlí 2012

Þótti vænt um fyrsta Trabantinn

Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi er mikill bílaáhugamaður og hefur átt ýmsa bíla í gegnum tíðina.

Fyrsti bíllinn var Trabant 601 limousine de luxe og mér hefur ekki þótt vænna um neinn annan bíl. De luxe var auðvitað  lúxusútgáfan með tveimur öskubökkum fyrir aftursætisfarþegana og spegil í sólhlífinni.

Fyrstu Trabantarnir sem komu til landsins árið 1963 voru með tveggja strokka tvígengisvél sem framleiddi 23 hestöfl. Minn bíll var 67 árgerð sem var með sömu vél en heil 26 hestöfl. Þetta fannst mér fínn kraftur. Svona eftir á að hyggja þá voru Trabantarnir
sterkir og það voru engin alvarleg slys á þessum bílum sem ég man eftir en þeir fóru ekki heldur mjög hratt. Þegar allt var í  hvínandi botni í þriðja gír þá fór bíllinn að nálgast 60 kílómetra hraða og þegar skipt var upp í fjórða gír þá fór það eftir mótvindi hvort hann fór eitthvað hraðar en þetta,“ segir Júlíus Vífill og brosir.

Nánar er fjallað um málið í bílablaði  Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Trabant  • Júlíus Vífill