*

Bílar 27. október 2012

Þrælgóður þristur

Í Bæjaralandi framleiða Þjóðverjar eðalbílana BMW sem hefur veitt ótal mörgum ökumönnum mikla akstursánægju í gegnum tíðina.

Róbert Róbertsson

Það er alveg á hreinu að Þjóðverjar kunna að framleiða bíla. BMW 3-línan hóf göngu sína árið 1975 og er mest seldi bíll þýska lúxusbílaframleiðandans. Nú er komin ný kynslóð af þessum klassíska og afbragðsgóða bíl og hún veldur sannarlega ekki vonbrigðum.

Ég þekki vel til Þristsins enda á ég 2007 módelið af honum sem er afbragðsbíll í alla staði. Það var því með mikilli eftirvæntingu sem ég prófaði nýju kynslóðina. Hún hefur breyst allnokkuð í útliti, þótt klassísku BMW ættareinkennin haldist vel. Það er nú yfirleitt þannig að BMW gerir ekki mjög öfgafullar breytingar á bílum sínum enda óþarfi að breyta of mikið því sem er gott og fallegt. Framendi hefur breyst mest, þar sem ljósin og grillið gefa honum kraftalegri svip, en afturhlutinn og hliðarlínurnar eru svipaðar og áður, straumlínulagaðar og flottar.

Mesta hönnunarbreytingin á nýja Þristinum er í innanrýminu þar sem tölvuskjár blasir nú við ásamt fleiri tökkum og góðgæti, m.a. aðgerðartakki á milli sæta svipað og verið hefur í stóra bróður 5-línunni þar sem hægt er að stilla græjurnar og ýmislegt fleira sem fram kemur á skjánum. Þýska, klassíska yfirbragðið heldur sér vel og bíllinn er hinn glæsilegasti að innan þar sem efnisval er auk þess allt með besta móti.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: BMW