
Kia vann þrefaldan sigur á iF Design Awards 2017 sem þykja ein virtustu hönnunarverðlaun sem veitt eru í heiminum. Kia vann sigur í þremur flokkum fyrir bíla sína Kia Niro, Kia Optima Sportswagon og hinn glænýja Kia Rio.
Kia hefur þar með unnið til 12 iF Design Awards verðlauna á síðustu 8 árum fyrir framúrskarandi hönnun á bílum sínum sem er all merkilegur árangur hjá suður-kóreska bílaframleiðandanum.
,,Þessi nýjustu iF Design Awards verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir okkar frábæru hönnuði sem starfa víða um heim. Allar þrjár bíltegundirnar eru unnar í náinni samvinnu hönnuða okkar í hönnunarstöðvum Kia í Suður-Kóreu, Þýskalandi og í Bandaríkjunum og eru mjög mikilvægar fyrir Kia.
Með Niro og Optima Sportswagon færir Kia sig inn á ný markaðssvæði og hefur þegar náð sterkri stöðu þar með hugvitsamlegri og fallegri hönnun.
Með nýrri kynslóð Kia Rio, sem fer í sölu nú á næstunni, kemur söluhæsti bíll Kia fram með talsvert breyttri hönnun og karakter og verður spennandi að sjá hvaða viðtökur hann fær," segir Peter Schreyer, forstjóri og yfirhönnuður Kia Motors.