*

Hitt og þetta 20. nóvember 2013

Þrettán atriði sem andlega sterkt fólk forðast

Öfund út í velgengni annarra, sjálfsvorkunn og ótti við breytingar eru á meðal atriða sem andlega sterkt fólk forðast.

Það getur skipt fólk töluverðu máli að vera í góðu líkamlegu formi. En það skiptir enn meira máli að vera í góðu andlegu formi. Sérstaklega fyrir stjórnendur og leiðtoga samkvæmt grein á Forbes.com þar sem vitnað er í grein eftir sálfræðinginn og félagsfræðinginn Amy Morin.

Amy telur upp þrettán atriði sem fólk í andlegu jafnvægi forðast alltaf að gera. Og vegna þessa er fólkið einmitt það sem það er, andlega sterkt og betur í stakk búið að sinna leiðtogahlutverki sínu. 

Fyrir alla sem vilja ná langt og vera góðir stjórnendur þá ber að varast eftirfarandi atriði: 

 1. Sjálfsvorkunn. 
 2. Gefa öðrum vald. 
 3.  Óttast breytingar. 
 4.  Eyða orku í hluti sem þeir geta ekki breytt. 
 5.  Reyna að þóknast öðrum. 
 6.  Þora ekki að taka áhættur. 
 7.  Horfa í baksýnisspegilinn. 
 8.  Endurtaka mistök. 
 9. Öfund þegar öðrum gengur vel. 
 10.  Gefast upp við mótlæti. 
 11. Geta ekki verið einir. 
 12.  Láta eins og heimurinn skuldi þeim eitthvað. 
 13.  Búast við niðurstöðum strax.
Stikkorð: Stjórnendur  • Leiðtogar  • Andleg heilsa