*

Hitt og þetta 26. júlí 2013

Þrettán atriði sem segja fólki að þú elskir sjálfa(n) þig

Með tilkomu Facebook, Twitter og Instagram er auðveldara en áður að sjá hverjir hreinlega dýrka sjálfa sig.

Sumum líkar mjög vel við sjálfa sig. Þeir hreinlega dýrka sig svo mikið að það fer ekki framhjá neinum. Í sumum tilfellum er eins og fólk sé hreinlega ástfangið af sjálfu sér. 

Enska orðið yfir slíka sjálfsdýrkun er narcissist sem hefur verið þýdd sem sjálfsupphafningarpersónuleikaröskun. Hér kemur skemmtileg grein sem gæti hjálpað fólki að þekkja þetta fólk úr fjöldanum.

Hér koma nokkur atriði sem nefnd eru í greininni og bera vott um að sjálfsupphafningin gæti verið komið úr böndunum:

  • Þú treður sjálfum/sjálfri þér inn á hverja einustu ljósmynd.
  • Þegar þú gerir eitthvað af þér er það aldrei þér að kenna.
  • Þegar þú ert slöpp/slappur finnst þér eðlilegt að allur heimurinn stoppi og athugi hvað ami að þér og veiti þér mjög mikla athygli.
  • Þú gefur ömurlegar gjafir en gerir mjög miklar kröfur um gjafir til þín.
Stikkorð: Örvænting  • Sjálfselska