*

Veiði 1. október 2015

Þriðja besta árið í Langá á Mýrum

Ríflega 2.600 laxar veiddust í Langá á Mýrum í sumar eða um 2.000 löxum meira en í fyrra þegar rétt tæplega 600 laxar komu á land.

Trausti Hafliðason

Veiðin í Langá hefur verið frábær í sumar. Áin tók mikla dýfu á síðasta ári þegar rétt um 600 laxar veiddust. Var það minnsta veiði í ánni frá 1974. Sumarveiðinni í Langá lauk um síðustu helgi þegar árnefndin lokaði ánni.

Árnefndarmenn veiddu 69 laxa og þar með er ljóst að áin skilar 2.616 löxum. Viðsnúningurinn á milli ára er því ótrúlegur eða 340%. Frá 1974 hafa einungis tvisvar veiðst fleiri laxar í Langá, það var árið 2013 þegar 2.815 laxar komu á land og árið 2008 þegar 2.970 laxar veiddust. Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) er með Langá á leigu.