*

Hitt og þetta 13. mars 2015

Þriðja Hrím verslunin opnuð

Í gær opnaði þriðja Hrím verslunin í Kringlunni en fyrir eru tvær verslanir á Laugavegi.

Hrím opnaði nýja verslun í Kringlunni í gær 12. Mars, en þetta er þriðja verslunin. Fyrir eru tvær verslanir á Laugavegi. Sú fyrri opnaði um miðjan mars árið 2012 á Laugavegi 25 en tveimur árum síðar opnaði Hrím eldhús við Laugaveg 32. Verslunin í Kringlunni er beint á móti Zöru og Boss búðinni. Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi segir sérlega ánægjulegt að opna verslunina í mars í tilefni haf Hönnunarmars. „Við erum mjög spennt fyrir því að opna Hrím í Kringlunni en í nýju búðinni er blanda af því besta úr Hrím búðunum okkar á Laugaveginum. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur þannig að við ákváðum að taka þetta skref og stækka við okkur. Við höfum alltaf lagt mikið uppúr hönnun verslana okkar og jákvæðri upplifun viðskiptavina okkar og við vonum innlega að okkur verði vel tekið í Kringlunni. Við lítum að minnsta kosti svo á að það sé mikið tækifæri fyrir Hrím að vera líka í Kringlunni. Við flytjum inn nær allar okkar vörur sjálf og flestar þeirra fást ekki í Kringlunni eins og er. Margar þessara vara eru mjög vinsælar, bæði á Laugaveginum en einnig í vefverslun okkar.“

Tinna segir opnunina ekki síður vera til þess að minnka sveiflur í rekstrinum. „Verslun á Laugaveginum hefur breyst mikið með auknum fjölda ferðamanna og sumarið er mikill háannatími og verslanir okkar eru opnar til klukkan tíu á kvöldin yfir hásumarið. Á móti kemur að fólk fer frekar í Kringluna yfir vetrartímann, sérstaklega þegar það er slagveður úti.“

Stikkorð: Hrím