*

Tölvur & tækni 23. júní 2012

Þriðji leikur CCP árið 2014

Forkólfar CCP eru þögulir sem gröfin þegar kemur að vampíruleik fyrirtækisins. Lykillinn að leyndardómnum leynist í ársskýrslu.

Þrátt fyrir að forsvarsmenn leikjaframleiðandans CCP hafi verið mjög tregir til að gefa nokkuð upp um það hvenær þriðji leikur fyrirtækisins, vampíruleikurinn World of Darkness, verður gefinn út er vísbendingu um það að finna í ársskýrslu fyrirtækisins.

Þar er farið yfir þróunaráætlun CCP og í henni er gert ráð fyrir því að leikurinn verði „tilbúinn til framleiðslu“ í ár og að hann verði gefinn út árið 2014.

Ekkert hefur hins vegar verið gefið upp um hvort leikurinn verði áskriftarleikur eins og EVE Online eða leikur þar sem spilarar geta borgað fyrir aukaþjónustu eins og DUST 514.

Stikkorð: CCP  • World of Darkness