*

Bílar 7. nóvember 2013

Þriðji Tesla rafbíllinn brennur

Ekki er ljóst hvað olli brunanum.

Á miðvikudaginn kviknaði í Tesla S bifreið á hraðbrautinni fyrir utan bæinn Smyrna í Tennessee fylki í Bandaríkjunum.

Er þetta þriðji bíllinn frá Tesla sem verður eldi að bráð. Bílavefurinn Autoweek greinir frá þessu.

Ekki er ljóst hvað olli brunanum. Mögulegt er að einhver aðskotahlutur á hraðbrautinni hafi gengið upp í batterí bílsins og það valdið brunanum.

Brunarnir eru óþægilegir fyrir Tesla sem framleiðir eingöngu rafbíla. Olli myndband sem sýndi bruna á bílnum 10% lækkun á hlutabréfum Tesla í byrjun október.

Stikkorð: Tesla