*

Ferðalög & útivist 28. október 2013

Þriggja mánaða heimsreisa fyrir kvikmyndaáhugafólk

Fyrir tugi milljóna króna getur par ferðast um heiminn í þrjá mánuði og heimsótt sögusvið merkra kvikmynda.

VeryFirstTo er viðburðafyrirtæki sem býður nú upp á þriggja mánaða heimsreisu. Þar gefst fólki tækifæri á að heimsækja tuttugu staði um allan heim sem eiga það sameiginlegt að hafa öðlast heimsfrægð og voru gerðir ódauðlegir í kvikmyndum í gegnum árin. 

Eyðimörkin í kvikmyndinni Lawrence of Arabia, fjalllendið í Braveheart og strandlengjan í The Beach eru á meðal áfangastaða heimsreisunnar. 

Og ef það er ekki nóg þá býðst fólki að fá einkaleiðsögn um svæðin svo að það fái almennilega tilfinningu fyrir sögusviðinu og geti sett sig í spor aðalpersónu kvikmyndarinnar sem tekin var upp á svæðinu. 

En það eru ekki bara eyðimerkur og fjalllendi sem verða heimsótt heldur verður litli veitingastaðurinn, Katz deli, úr kvikmyndinni When Harry Met Sally heimsóttur líka. 

Farþegarnir fljúga á milli staða á fyrsta farrými og gista í svítum á fimm stjörnu hótelum. Heimsreisan kostar 198.000 pund eða rúmlega 38 milljónir króna á par. Nánar má lesa um þetta stórgóða ferðalag á The Telegraph

Stikkorð: Lúxus  • lúxushótel