*

Bílar 27. nóvember 2015

Þrír nýir Mitsubishi bílar frumsýndir

Vinnuþjarkar og tvíorkubílar af gerðinni Outlander frá Mitsubishi verða frumsýndir á morgun.

Þrír nýir Mitsubishi Outlander bílar verða frumsýndir hjá bílaumboðinu Heklu á laugardag. Um er að ræða pallbíllinn L200 og sportjeppann Outlander ásamt Outlander PHEV sem búinn er bæði rafmótor og bensínvél.

Pallbílar Mitsubishi Motors hafa átt vinsældum að fagna frá því að sá fyrsti leit dagsins ljós árið 1978 og hafa fjórar milljónir eintaka selst um heim allan. Fimmta kynslóð L200 er vinnuþjarkur sem getur tekið á því við ýmsar aðstæður. 

L200 kemur bæði 6 gíra beinskiptur og 5 gíra sjálfskiptur og er búinn SS4-II fjórhjóladrifs kerfinu. Nýja 2,4 lítra MIVEC vélin er 181 hestöfl og státar af dráttargetu upp á 3100 kg.

Nýr Mitsubishi Outlander er nú m.a. í boði í 7 sæta útfærslu. Hann er í boði sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn og hægt er að velja um bæði bensín- eða dísilvél. 

Outlander með rafmótor og bensínvél

Outlander PHEV er tvíorkubílll þ.e. sparneytnari og umhverfismildari með rafmótor auk bensínvélar eins og áður segir. Þrjár akstursstillingar eru tiltækar þar sem hægt er að spara orku og við mismunandi aðstæður. 

Í borgarakstri gengur bíllinn á hreinu  rafmagni á rafdrifi (EV New LinkMode), en hann skiptir yfir í tvinnrafdrif (Series Hybrid Mode) þegar þörf er á auknu afli. Þá myndar bensínvélin rafmagn til að aðstoða rafmótorinn. Í utanbæjarakstri á þjóðvegunum skiptir hann yfir í tvinnbensíndrif (Parallel Hybrid Mode). 

Í þeirri stillingu knýr vélin bílinn með aðstoð rafvéla þegar þörf er á aukaafli. Sýningin á þessum nýju Mitsubishi bílum er á laugardag kl 12-16 í sýningarsal Mitsubishi við Laugaveg 170-174.