*

Tíska og hönnun 19. desember 2017

Þrjár kynslóðir hafa staðið vaktina

Úra- og skartgripaverslunin Meba fagnar 70 ára afmæli um þessar mundir.

,,Afi minn Magnús Eðvald Baldvinsson úrsmiður stofnaði fyrirtækið árið 1947 á Barónstíg. Foreldrar mínir Þurý Magnúsdóttir og Björn Árni Ágústsson fóru síðan að vinna hjá afa. Pabbi fór í úrsmiðanám og foreldrar mínir komu þá meira inn í reksturinn. Þau tóku upphafsstafi afa og pabba Magnús Eðvald og Björn Árni í nafn fyrirtækisins. Fyrirtækið flutti í Kringluna 1987 þegar verslunarmiðstöðin opnaði og þá varð nafnið Meba til. Þegar Smáralind opnaði árið 2001 þá opnuðum við einnig verslun þar," segir Unnur Eir Björnsdóttir gullsmiður en hún og systir hennar Eva starfa báðar í Meba og eru þriðja kynslóðin sem þar starfa.

,,Við leggjum mikla áherslu á að hafa fjölbreytt og vandað úrval af úrum, skartgripum og gjafavörum. Með því teljum við að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvað varðar hönnun og verð. Við leggjum mikla áherslu á íslenska hönnun og handgerða skartgripi. Verslunin er að með eitt fjölbreyttasta úrval landsins af íslenskum skartgripum eða frá hátt í tuttugu gullsmiðum," segir Unnur en hún er sjálf með línuna EIR. ,,Það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að koma frá íslenskum gullsmiðum sem eru hér hjá okkur. Ég er sjálf að bæta í EIR línuna mína í byrjun vors," segir hún ennfremur.