*

Bílar 23. febrúar 2021

Þrjár sekúndur í hundraðið

Artura ofursportbíllinn er fyrsti fjöldaframleiddi tengiltvinnbíll McLaren.

Breski bílaframleiðandinn McLaren hefur kynnt til leiks nýjan ofursportbíl sem ber heitið Artura. Þetta er tómamótabíll fyrir þær sakir að þetta er fyrsti fjöldaframleiddi tengiltvinnbíll McLaren.

Hinn nýi Artuta er með þriggja lítra V6 vél auk 7,4 kW rafmótors sem skila skila samanlagt 672 hestöflum og togið er allt að 720 Nm. Þessi bíll er með krafta undir húddinu og fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3 sekúndum sléttum. Hann er aðeins 8,3 sekúndur að ná 200 km/klst. Það hjálpar til að bíllinn er frekar léttur eða 1.500 kg. Þar spilar inn í að ný yfirbygging og ýmsar tæknilegar lausnir. 

Að sögn bílaframleiðandans á hinn nýi Artura að komast 30 km eingöngu á rafmagninu og það þótt ekið sé á 112 km/klst sem er eins og að drekka vatn fyrir þennan ofursportbíl. Bíllinn mun kosta um 45 milljónir króna.

Stikkorð: McLaren  • Artura