*

Ferðalög 22. janúar 2014

Þrjú vinsælustu ferðamannalöndin

Frakkland, Bandaríkin og Spánn fengu flestar heimsóknir ferðamanna á síðasta ári.

Ferðamenn eru hrifnastir af Frakklandi, Bandaríkjunum og Spáni ef marka má tölur um heimsóknir ferðamanna. Þessi þrjú lönd fengu flestar heimsóknir ferðamanna árið 2013.

Frakkland er vinsælast (83 millj. heimsóknir), Bandaríkin eru í öðru sæti (67 millj. heimsóknir) og Spánn er í þriðja sæti (60,6 millj. heimsóknir).

Ferðamönnum fjölgar um allan heim en mikil aukning er í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu þrátt fyrir efnahagsþrengingar víða um heim. Á Spáni hefur ferðamönnum fjölgað um 5,6%. Í Evrópu allri hefur ferðamönnum fjölgað um 5% og eru heimsóknir þeirra komnar upp í 563 milljónir. Þetta kemur fram í dag á vefmiðlinum News 24.

Stikkorð: Bandaríkin  • Spánn  • Frakkland  • Spánn  • Bandaríkin