*

Menning & listir 14. september 2015

Þróar framtíðarlífsmynstur fólks

Sigríður Heimisdóttir gegnir nú einni af æðstu yfirmannastöðum IKEA og vinnur að byltingarkenndum breytingum á vöruúrvali og framleiðsluferli fyrirtækisins.

Ég hef verið viðloð­ andi IKEA um langt árabil en hef verið þar í fullu starfi í rúmt ár, fyrst sem svokallaður creative leader en undanfarið hálfa ár hef ég verið þróunarstjóri smávöru. Það byrjaði með tveimur eldhús- og borðbúnaðarlínum sem ég var beðin að hafa umsjón með og eru að koma í verslanir um þessar mundir,“ útskýrir Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður.

Önnur línan, Hemsmak, svarar vitundarvakningunni um nauðsyn þess að sporna við matarsóun. „Hugmyndin var að útbúa hlutlaus geymsluílát fyrir sultur, saft og hvers kyns matvæli sem hægt væri að merkja og skreyta eftir innihaldi og tilefni. Við hönnun hinnar línunnar, Sittning, ákvað Sigga að skoða matarboðið í nútímasamfélagi. „Við erum sjaldnast með fjögurra rétta máltíðir heldur sitjum einfaldlega saman og deilum mat af stóru fati. Línan var hönnuð út frá þeirri notalegu stemmingu sem skapast þá.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: IKEA