*

Veiði 28. júlí 2012

Þurrflugan vinsælli

Bjarni Höskuldsson segir að íslenskir veiðimenn séu að átta sig á því hversu heillandi þurrfluguveiðin er.

Í nýju tölublaði Veiðislóðar kemur fram að þurrfluguveiði á Íslandi er að aukast. Þeir sem hafa leiðsagt m.a. Bretum, sérstaklega fyrir norðan í Laxárdalnum og Mývatnssveit, þekkja hversu heillandi og áhrifarík þessi veiði er. Íslendingar hafa síður fetað þessa veiðislóð en það er að breytast. Enda er fátt meira spennandi en að egna þurrflugu fyrir urriða og segir Bjarni Höskuldsson í Veiðislóð að íslenskir veiðimenn séu að átta sig á þessu. Þá kemur fram að sjóbleikjan taki einnig þurrflugu og laxinn líka, sérstaklega þegar þurrkar hafa verið.

Stikkorð: Þurrflugur  • Flugur