
Golfarinn Tiger Woods er efstur á lista Sunday Times yfir ríkustu íþróttamenn heims. Eignir hans nema 538 milljónum punda, jafnvirði um 108 milljörðum króna.
Fjallað er um listann á viðskiptavefsíðu BBC. Á lista yfir þá hundrað ríkustu eru 48 knattspyrnuleikmenn í Bretlandi og á Írlandi. Efstur allra knattspyrnumanna er David Beckham en eignir hans eru metnar á 160 milljónir punda. Hann er í tíunda sæti listans.
Á eftir Tiger koma formúluökumaðurinn Michael Schumacher og körfuboltamaðurinn Michael Jordan.