*

Bílar 24. júlí 2012

Tignarlegur Ford Explorer

Rekstrarhagkvæmni 3.5 lítra vélarinnar skilar 290 hestöflum með eldsneytisnotkun upp á 10,3 l/100 km í langkeyrslu.

Nýr Ford Explorer var frumsýndur í Brimborg fyrir skömmu en jeppinn kom á markað árið 2010 í Bandaríkjunum og sló strax í gegn vestanhafs. Með nýja Ford Explorer er lögð áhersla á rekstrarhagkvæmni og þægindi án þess að slá í nokkru af kröfum um jeppa eiginleika bílsins. Útiliti bílsins var breytt, það uppfært og er útkoman góð.

Rekstrarhagkvæmni 3.5 lítra vélarinnar skilar 290 hestöflum með eldsneytisnotkun upp á 10,3 l/100 km í langkeyrslu. Jeppinn er búinn þýðri 6 þrepa sjálfskiptingu, fjórum skynvæddum drifstillingum auk þess sem hægt er að stjórna lýsingu í innanrými bílsins.