*

Hitt og þetta 4. apríl 2019

Tilnefnd fyrir ódýru útgáfuna

Auglýsingastofan Brandenburg hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir herferð fyrir Orkuna.

Auglýsingastofan Brandenburg hefur hlotið tilnefningu til alþjóðlegu auglýsingaverðlaunanna The One Show fyrir nýlega herferð sem stofan vann fyrir Orkuna.

The One Show eru meðal virtustu auglýsinga- og hönnunarverðlauna í heimi, en í fyrra bárust til að mynda yfir 20 þúsund innsendingar í keppnina. Meðal fyrirtækja sem unnið hafa til The One Show verðlauna eru Samsung, Nike, Coca-Cola, Apple, Adidas og Proctor & Gamble.

Herferð Brandenburgar nefnist Ófært — ódýrari útgáfan og er tilnefnd í flokki kvikmyndaðra auglýsinga með undir hundrað þúsund dollara í framleiðslukostnað. Auglýsingunum var leikstýrt af tónlistar- og kvikmyndagerðarmanninum Ágústi Bent og þær sýndar samhliða annarri seríu af Ófærð á RÚV í upphafi árs 2019. 

Um er að ræða tilnefningu á svokölluðum skammlista (e. shortlist), en seinna í mánuðinum mun koma í ljós hvort herferðin hlýtur verðlaun eða viðurkenningu.

Stikkorð: Orkan  • Brandenburg  • The One Show