*

Menning & listir 27. febrúar 2020

Tilnefningar til Lúðursins

Brandenburg með flestar tilnefningar til Íslensku auglýsingaverðlaunanna sjötta árið í röð. Kontor Reykjavík með næstflestar.

Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flestar tilnefningar til Íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðursins, sjötta árið í röð eða alls 20 tilnefningar. Þar af hlaut stofan tilnefningu til Áru sem eru verðlaun veitt fyrir árangursríkustu auglýsingaherferðina.

Þá er herferð stofunnar fyrir Orkuna, Jafnaðu þig, með flestar tilnefningar í ár eða alls 5 talsins. Verðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica þann 6. mars næstkomand.

Næst á eftir Brandenburg í fjölda tilnefninga kemur Kontor Reykjavík með 10 tilnefningar, Íslenska auglýsingastofan með 9 og Hvíta húsið og ENNEMM með 7 hvor. Loks fékk Pipar 5, Tvist 4, HN 3 og Peel 1.

„Við erum himinlifandi með þennan árangur. Síðasta ár var skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Við höfum verið að sjá fyrirtæki draga saman seglin sem gerir okkar vinnu enn meira krefjandi,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir, aðstoðarframkæmdastjóri Brandenburgar.

„Þá skiptir öllu máli að nýta árangursdrifnar hugmyndir til að vekja athygli. Það er einmitt það sem við á Brandenburg höfum lagt áherslu á.“