*

Tölvur & tækni 2. janúar 2018

Tilvistarkreppa Snapchat og Twitter

Á aðeins fjórum árum hefur Instagram skotist fram úr Snapchat

Tilvistarkreppa Snapchat og Twitter, tveggja af vinsælustu samfélagsmiðlum heims, er af ólíkum toga um margt en grunnþátturinn er þó að væntingar fjárfesta til þeirra eru miklar og langt umfram frammistöðu og tekjustreymi. Forsvarsmenn miðlanna hafa ráðist í og boða breytingar til að auka vinsældir og hagnað, svo sem að tvöfalda orðafjöldann sem hægt er að nota í tíst og hafa engin tímamörk á sendum myndböndum. En þeir freistast einnig til að kenna hinum allsráðandi netrisum Facebook og Google og óprúttnum aðferðum þeirra um slakt gengi. Vissulega er við ofjarla að etja, sérstaklega í tilviki Facebook og dótturfyrirtækis þess, Instagram. Þannig hefur Facebook yfir 2 milljarða virka notendur á heimsvísu á mánuði og Instagram yfir 800 milljónir virka notendur á mánuði, og yfir 500 milljónir manna nota síðarnefnda miðiilinn daglega.

Á sama tíma státar Snapchat aðeins af 173 milljónum notenda dag- lega (þeir gefa ekki upp mánaðarlega notkun). Twitter hefurum 330 milljónir virka notendur á mánuði. Frá desember 2016 til september 2017 bættust um 200 milljónir notenda við hjá Instagram en á sama tímabili bættust 20 milljónir notenda við hjá Twitter.

Veitti Stories náðarhöggið?

Haustið 2013 bauð Facebook um 3 milljarða dollara í Snap, móðurfyrirtæki Snapchat, en fékk þvert nei frá glaðbeittum og bjartsýn um stofnendum þess. Mark Zuckerberg yppti bara öxlum og ákvað að margefla Insgagram. sem hann hafði keypt ári fyrr og var á þeim tíma nýtt fyrir fátt annað en að deila ljósmyndum. Seinustu misseri hafa meginstoðirnar fjórar í veldi Zuckerbergs, það er að segja Facebook, Messenger, Instagram og WhatsApp, blygðunarlaust kynnt til sögunnar nauðalíka valkosti og þá sem færðu Snapchat frægð og vinsældir á sínum tíma. Það er engin tilviljun að frá því að Snap hafnaði yfirtökutilboði Facebook hefur iðulega verið spaugað með að Snap reki í raun og veru rannsóknar og þróunardeild Facebook.
Á aðeins fjórum árum hefur Instagram skotst fram úr Snapchat og vilja sumir meina að það hafi  veitt samkeppnisaðilanum náðarhöggið þegar möguleikinn á að deila myndböndum í rauntíma, Instagram Stories, var kynntur til sögunnar í ágúst í fyrra. Notendur nstagram Stories eru nú orðnir fleiri en samanlagður notendafjöldi Snapchat. Og auglýsendur sækja þangað sem umferðin er mest.

Hreinasta hörmung

Snapchat fór á markað í mars síðastliðnum með viðeigandi húllumhæi og hamagangi, og náði verð hlutabréfa hæst 27 dollurum á hlut. Það hefur verið á eygiferð niður skíðabrekkuna síðan þá og er nú skráð á 13 dollara á hlut. „Við skulum ekki tala neina tæpitungu: Átta mánuðum eftir að Snapchat fór á markað er fyrirtækið hreinasta hörmung,“ sagði greinarhöfundur á Bloomberg Gady í liðnum mánuði. Þessi beinskeytti dómur lýtur fyrst og fremst að vonbrigðum með tekjur Snapchat og hægfara fjölgun notenda. Þrátt fyrir þetta jukust tekjur fyrirtækisins um 62% á þriðja fjórðungi á milli ára, sem est- um þætti dágóð aukning en hún er samt sem áður mun minni en fjárfestar og greinendur höfðu vænst. Móðurfyrirtækið, Snap, tapaði 515 milljónum dollara árið 2016, tæplega 40% meira en það gerði árið 2015. Snapchat er vissulega að slíta barnsskónum, öfugt við Facebook og Google, sem þýðir að fjárfestar munu kynda undir bjartsýni sinni enn um sinn, en þolinmæði þeirra á sín takmörk. Snapchat er nú metið á 18 milljarða dollara, sem endurspeglar fyrst og fremst væntingar markaðarins um langtum betri tíð og blóm í haga en ekki raunverulega afkomu seinustu mánuði. Snapchat hóf að selja auglýsingar fyrir um þremur árum og tekjurnar hafa aukist hressilega á þeim tíma. En þegar borið er saman við samkeppnisaðila lítur dæmið lakar út Þannig skilaði hver notandi Snapchat tæpum 1,2 dollurum í tekjur að meðaltali, en hver notandi Facebook skilaði hins vegar rúmum 7,6 dollurum, prýðileg vísbending um hversu fjarri Snapchat er frá því að brúa bilið á milli sín og keppinautarins.

Lítil viðvera og falskir reikningar

Þegar litið er til Twitter sést að tekjurnar hafa aukist nokkuð, voru 2,2 milljarðar dollara árið 2015 og 2,5 milljarðar árið 2016, en tapið á rekstrinum síðarnefnda árið var samt sem áður 457 milljónir dollara. Meðalviðvera bandarískra notenda á Twitter er um 2,8 mín- útur á dag, þriðjungi skemur en þeir vörðu þar fyrir tveimur árum, auk þess að vera miklu skemmri viðdvöl en Facebook og Snapchat hreykja sér af. Fyrir netfyrirtæki sem flestir kannast við og er aðeins rúmlega tíu ára gamalt eru þessi tíðindi áhyggjuefni. Styrkur Twitter er hversu hratt hann bregst við rás atburða, hann er nánast bein útsending frá því sem hæst ber hverju sinni í heiminum. Hann hentar því vel fyrir snögga miðlun frétta og einnig til að koma á framfæri stuttum og kraftmiklum skilaboðum frægustu eða alræmdustu dæmin um það eru auðvitað tístin frá Donald Trump. Twitter er vinsælt á meðal fjölmiðlafólks, stjórnmálamanna og frægðarfólks í skemmtanaheiminum, en hef- ur ekki náð jafn miklum hljómgrunni á meðal almennra notenda, öfugt við t.d. Facebook. Twitter líður líka fyrir y rgang net-trölla og það hvernig miðillinn hefur verið notaður til eineltis, hatursræðu, ofsókna og áróðurs frá óæskilegum aðilum, jafnvel hryðjuverka- mönnum. Ekki má heldur gleyma að gervi- reikningar á Twitter hlaupa á milljónum hið minnsta. Vefsíða sem kallast Twitter Audit fullyrðir t.d. að af tæplega 4 milljónum fylgjenda Jack Dorsey, framkvæmdastjóra Twitter, séu tæplega 40% tilbúningur „Búið að glutra niður tækifærinu“  Margir gagnrýnendur telja að aðeins ræki- leg uppstokkun á Twitter muni nægja til að laða að notendur sem hafa misst áhugann á miðlinum og lokka að nýja notendur, en Dorsey hefur verið tregur til að ráðast í róttækar breytingar.

„Twitter mun tóra en það er búið að glutra niður tækifærinu á að verða netrisi, eins og það hefði getað orðið með betri stjórnend- um,“ sagði í grein í The Economist í sept- ember síðastliðnum. Greinarhöfundur taldi raunar líklegt að einhvert stórfyrirtæki myndi y rtaka Twitter fyrr en varir, en áhugasamir, og nefnir þar helst Google, 21st Century Fox eða jafnvel Disney, teldu fyrirtækið enn of hátt metið og biðu lækkunar hlutabréfa- verðs. Google þykir besti kosturinn þar sem hægt væri að tengja Twitter við YouTube og leitarvafrann og selja eiri auglýsingar fyrir vikið. Ef af verður eru það vond tíðindi fyrir notendur og andstæðinga fákeppni.