*

Bílar 5. september 2014

Tímamótahönnun frá Peugeot

Peugot frumsýnir nýjan hugmyndabíl á bílasýningunni í París í næsta mánuði.

Peu­geot hef­ur birt mynd­ir af nýj­um Exalt hug­mynda­bíl sem verður frum­sýnd­ur á bíla­sýn­ing­unni í Par­ís í byrjun októ­ber. Hönnun bílsins er mjög straumlínulöguð sem á að stuðla að lægri eldsneyt­is­notk­un. Bíllinn er talinn marka tímamót í hönnun franska bílaframleiðandans og muni leggja línurnar fyrir framtíðar bíla­mód­el­ Peu­geot.

Mikil spenna og eftirvænting mun vera í herbúðum franska bílaframleiðandanum vegna frumsýningu bílsins enda verður sýningin á heimavelli Peugeot í París. Exalt verður kynnt­ur með Hybrid4 afl­rás­inni sem skil­ar 335 hest­öfl­um. Þar spila saman 266 hestafla 1,6 lítra bens­ín­vél­ og 89 hestafla raf­mótor. Ökumaður get­ur gert ýmsar kúnstir hvað varðar aflrásina og nýtt ým­ist raf­mótor­inn ein­göngu, bens­ín­vél­ina ein­vörðungu eða afl­gjaf­ana tvo sam­an.

Stikkorð: Peugeot Exalt