
Peugeot hefur birt myndir af nýjum Exalt hugmyndabíl sem verður frumsýndur á bílasýningunni í París í byrjun október. Hönnun bílsins er mjög straumlínulöguð sem á að stuðla að lægri eldsneytisnotkun. Bíllinn er talinn marka tímamót í hönnun franska bílaframleiðandans og muni leggja línurnar fyrir framtíðar bílamódel Peugeot.
Mikil spenna og eftirvænting mun vera í herbúðum franska bílaframleiðandanum vegna frumsýningu bílsins enda verður sýningin á heimavelli Peugeot í París. Exalt verður kynntur með Hybrid4 aflrásinni sem skilar 335 hestöflum. Þar spila saman 266 hestafla 1,6 lítra bensínvél og 89 hestafla rafmótor. Ökumaður getur gert ýmsar kúnstir hvað varðar aflrásina og nýtt ýmist rafmótorinn eingöngu, bensínvélina einvörðungu eða aflgjafana tvo saman.