*

Tölvur & tækni 6. október 2014

Tími til kominn

Apple er búið að gefa forsmekkinn af því sem koma skal í snjallúri sínu.

Andrés Magnússon

Þegar Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti Apple-úrið í fyrri viku, talaði hann aldrei um snjallúr eða fareitthvað, heldur ávallt og aðeins um úrið, Apple Watch. Hann var ekki heldur að flækja það til hvers Apple-úrið væri:

» Nákvæmur tímamælir
» Nýtt og nærfærið samskiptatæki
» Alhliða tæki til líkamsræktar og heilsugæslu

Apple Watch mun fást í þremur grunngerðum, en hver þeirra fæst í tveimur stærðum, 48 mm og 38 mm háum, sem líta má á sem karlmannsúr og kvenúr. Úrið er um 11 mm á þykkt, sem er á við meðalúr, í efri kantinum þó, en engan veginn í flokki þykkra úra. Grunngerðirnar eru miðaðar við ólíkar þarfir og verðflokka, en hver þeirra mun fást í ýmsum útfærslum, sem síðan má fá mismunandi (og mjög misdýrar) ólar og keðjur við, svo það ætti hver að geta fengið eitthvað við sitt hæfi.

Verðið mun reynast lykilatriði þegar úrin koma á markað. Þó að þau verði vel á færi hvers sem langar í slíkt úr blasir við að Apple ætlar að gera sitt til þess að dýrasta gerðin sé munaðarvara, sem höfði til sterkefnaðra kaupenda. Sennilega munu þau dýrustu vera á svipuðum slóðum og önnur lúxusúr, en þó er rétt að hafa í huga að Apple Watch mun úreldast skjótt, líkt og annar tæknibúnaður. Dvergsmíði úr góðmálmum frá Rolex, Philippe Patek og þeim félögum öllum verður hins vegar alveg jafngóð eftir 30 ár. Og sum þeirra hækka í verði með tímanum.

Nánar er fjallað um málið í Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Apple  • Apple Watch