*

Menning & listir 20. október 2012

Tískubloggin farin að borga sig

Sífellt fleiri bloggarar eygja nú þann kost að hafa tekjur af skrifunum og á það við um allan heim. Íslensku bloggararnir gefa ekkert eftir.

Hugmyndin er að hafa helstu tískublogg landsins öll undir sama hatti,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, sem ásamt Álfrúnu Pálsdóttur stofnaði tískubloggið Trendnet.is nú í sumar. Þar koma saman sjö vanir bloggarar sem skrifa um allt sem þeim er hugleikið; allt frá hátísku, götutísku og búðaúrvali til heimilis, hönnunar og persónulegs stíls.

Trendnet er ekki eina dæmið um íslenskt tískublogg og eiga mörg þeirra það sameiginlegt að selja fyrirtækjum auglýsingar og afla þannig tekna við skrifin.

„Við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að Ísland er lítill markaður," segir Elísabet, aðspurð um möguleika í tekjuöflun. Við erum kannski ekki að fara verða milljónamæringar af þessu eins og Elin Kling,“ bætir hún sposk við en hin sænska Elin er orðin heimsfræg af bloggskrifum sínum um tísku. „Á norðurlöndunum eru blogg oft orðin jafn virtir auglýsingamiðlar og fréttasíður,“ segir Elísabet en eftir nokkurra ára búsetu í Svíþjóð þekkir hún umhverfið þar vel. „Þetta er hins vegar nýtt á Íslandi og það tekur auðvitað tíma fyrir fyrirtækin að venjast hugmyndinni.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan. 

Stikkorð: Tíska  • Blogg