*

Hitt og þetta 14. janúar 2014

Titanic safn í Kína

Áhugafólk um Titanicslysið getur upplifað slysið í sérstökum „hermi“ í nýjum skemmtigarði í Kína.

Líkan í raunstærð af skipinu Titanic verður miðpunkturinn í nýjum skemmtigarði í Kína. Inni í skipinu verður sérstakur sjóslysahermir. Þannig geta gestir fengið einhverja hugmynd um hvernig það var að lenda í slysinu árið 1912 þegar skipið sökk og yfir 1500 manns fórust. 

Inni í herminum er pláss fyrir nokkur hundruð manns. Þegar skipið „siglir“ á ísjakann hristist allt skipið. Til að fólk fái tilfinningu fyrir vatni sem gusast inn þegar skip er við það að sökkva verður hljóðkerfi og ljósasýning til að gera upplifunina eins raunverulega og hægt er. Skipið kostaði um 197 milljónir dala og áætlað er að garðurinn opni 2016.

Í skemmtigarðinum verður einnig safn tileinkað Titanic. Safnið verður víðs fjarri höfn, 1500 kílómetra inni í landi í Sichuan héraði.

Su Shaojun er stjórnarformaður fjárfestingahópsins Seven Star Energy Investment Group sem fjármagnar verkefnið. Hann segir nauðsynlegt fyrir Asíu að eiga sitt eigið Titanicsafn. Stuff.co.nz segir frá hér.

Stikkorð: Kína  • Titanic  • Kína  • Sjóslys