*

Ferðalög 22. janúar 2014

Tíu bestu hótel í heimi samkvæmt TripAdvisor

Hótel í hlíðum þorps í Sviss, í verslunarmiðstöð í Hong Kong og á einkaeyju á Maldíveyjum komast á lista yfir tíu bestu hótel í heimi.

Ferðavefsíðan TripAdvisor hefur gefið út lista yfir tíu bestu hótel í heimi. Grand Hotel Kronenhof í Sviss er í fyrsta sæti á listanum.

Grand Hotel Kronenhof var byggt árið 1848 og er að sjálfsögðu fimm stjörnu. Hótelið er staðsett í hlíð í þorpinu Pontresina í Sviss. Freskur eru í loftum og sum húsgögnin í setustofum hótelsins eru síðan 1872. Heilsulindin á hótelinu er víst ógleymanleg.

The Upper House í Hong Kong er í öðru sæti. Hótelið er í sömu byggingu og glæsileg verslunarmiðstöð. Herbergin eru stór og útsýnið stórkostlegt.

Í þriðja sæti er Gili Lankanfushi á Maldíveyjum. Hótelið er á einkaeyjunni Lankanfushi og er fimm stjörnu.

Allan listann má sjá hér: 

  1. Grand Hotel Kronenhof í Sviss.
  2. The Upper House í Hong Kong. 
  3. Gili Lankanfushi á Maldíveyjum.
  4. Nayara Hotel, Spa & Gardens, Kosta Ríka.
  5. The Oberoi Udaivilas, Indland.
  6. Casa Gangotena, Ekvador.
  7. Lindos Blu Hotel & Suites, Grikkland.
  8. The St. Regis Punta Mita Resort, Mexíkó.
  9. The Oberoi Mumbai, Indland.
  10.  Trump International Hotel & Tower Toronto, Kanada.