*

Ferðalög & útivist 3. september 2013

Tíu bestu jólaáfangastaðirnir í ár

Þið sem getið ekki lesið neitt tengt jólunum fyrir 1. desember hættið að lesa núna.

Hotwire.com hefur gefið út lista yfir bestu áfangastaðina í ár fyrir fólk sem þráir jólastuð og jólagleði og jólafjör.

San Juan, Puerto Rico: Hátíðahöldin í San Juan byrja strax helgina eftir þakkargjörðarhátíðina í lok nóvember og standa til 6. janúar. Borgin er skreytt frá toppi til táar og fjörið er tryllt. Hver vill ekki japla á heilsteiktu svíni á ströndinni í trylltum dansi með jólasöngvurum sem kallast Parandas?

New York, New York: Þær gerast ekki jólalegri borgirnar er New York. Ferðalangar geta farið á ísskauta í Central Park, horft á jólatrén fallegu við Rockafeller Center og Empire State bygginguna og rölt framhjá Saks og Macys og skoðað fallega brúðuleikhúsið í gluggunum.  

Bondiströnd, Ástralía: Bondiströnd er 6,4 kílómetrum fyrir utan Sydney og er vinsæl baðströnd. Stemningin um jólin minnir þó ekki endilega á jólin en á hverju ári á jóladag breytist ströndin í eitt stórt og brjálað partí. Brimbrettagæjar klæðast jólasveinabúningum, lifandi tónlist er um alla strönd og hún er skreytt. Bondiströnd þykir gott val fyrir jólabarnið sem elskar gott strandpartí.

Aðrir staðir á listanum eru: 

  • Santa Claus Indiana
  • Nuremberg, Þýskaland
  • New Orleans, Bandaríkin.
  • Tókýó, Japan.
  • Amsterdam, Holland.
  • Aspen, Colorado.
  • Lapland, Finland.

 

Stikkorð: Jól