*

Ferðalög 21. október 2013

Tíu mest heimsóttu borgir í heimi

Bangkok, London og París eru þær borgir sem fá flestar heimsóknir á ári frá ferðamönnum.

Það er mikilvægt fyrir alla, bæði þá sem vilja vera þar sem allir eru eða þá sem vilja forðast mannþröng, að vita hvaða borgir eru vinsælastar hjá ferðamönnum. News 24 segir frá málinu á vefsíðu sinni hér

Fyrr á þessu ári gerði Mastercard könnun á því hvaða tíu borgir fá flesta ferðamenn í heimsókn á hverju ári.

Athygli vekur að á topp tíu listanum eru fjórar borgir í Suð-Austur Asíu og aðeins ein borg í Norður-Ameríku.

Borgirnar sem fá flesta ferðamenn í heimsókn á hverju ári eru:

  1. Bangkok - 15,98 milljónir heimókna á ári. 
  2. London - 15,96 milljónir heimókna á ári. 
  3. París - 13,92 milljónir heimókna á ári. 
  4. Singapúr -  11,75 milljónir heimókna á ári. 
  5. New York -  11,52 milljónir heimókna á ári. 
  6. Istanbúl -  10,37 milljónir heimókna á ári. 
  7. Dubaí - 9,89 milljónir heimókna á ári. 
  8. Kúala Lumpúr - 9,2 milljónir heimókna á ári. 
  9. Hong Kong -  8,72 milljónir heimókna á ári. 
  10. Barcelona -  8,41 milljónir heimókna á ári. 
Stikkorð: ferðalög  • Ferðamenn  • Bangkok