*

Ferðalög & útivist 7. mars 2014

Tíu ódýrustu áfangastaðirnir í Karíbahafinu

Ódýrasti áfangastaðurinn í Karíbahafinu er Púertó Ríkó. Sá dýrasti er hins vegar St. Barthelemy samkvæmt könnun TripAdvisor.

Á ferðasíðunni TripAdvisor er búið að taka fyrir 20 áfangastaði í Karíbahafinu og skoða hvað viku langt frí kostar. Inni í tölunni er flug frá Bandaríkjunum, sjö nætur á hóteli, sex kvöldverðir og hálfur dagur í köfun. Ferðatímabilið er frá 1. mars til 30. apríl. Áfangastaðirnir sem eru ódýrastir koma hér:

 1. Puertó Ríkó - 515.500 krónur.
 2. Jamaíka - 518.000 krónur.
 3. Trinidad og Tobago - 533.600 krónur.
 4. Dóminíkansa lýðveldið - 594.400 krónur.
 5. St. Martin - 622.500 krónur.
 6. Bahamas - 650.300 krónur.
 7. Curacao - 652.400 krónur.
 8. Bermúda - 678.200 krónur.
 9. Arúba - 700.100 krónur.
 10. Grenada - 740.600 krónur.

Dýrasti staðurinn sem TripAdvisor skoðaði var St. Barthelemy þar sem vikan kostar um 12.500 dali. Fyrir fólk sem vill tékka á dýrari stöðum þá koma þeir hér: 

 1. St. Barthelemy - 1,4 milljón króna.
 2. Anguilla - 1,2 milljón króna.
 3. Bresku Jómfrúareyjurnar - 1 milljón króna.
 4. Turks and Caicos - 985 þúsundir króna. 
 5. St. Kitts and Nevis - 970 þúsundir króna. 
 6. Cayman eyjur - 903 þúsundir króna. 
 7. Antigua and Barbuda - 892 þúsundir króna. 
 8. St. Lucia - 853 þúsundir króna. 
 9. Bandarísku Jómfrúareyjurnar - 758 þúsundir króna. 
 10. Barbados 750 þúsundir króna. 

CNN segir frá á vefsíðu sinni hér

Stikkorð: Karíbahaf  • Gaman