*

Ferðalög & útivist 25. september 2013

Tíu ofmetnustu ferðamannastaðir í heimi

Peðlingur piss í Brussel, klukkan í Prag og Times Square í New York eru ferðamannastaðir sem þykja ofmetnir að mati vefsíðu.

Til eru staðir sem ferðamenn flykkjast til á hverjum degi, allan ársins hring. Staðirnir eiga að vekja eftirtekt og hrifningu og jafnvel, ef vel á að vera, hafa það mikil áhrif að minningin um staðinn situr eftir í hjarta ferðamannsins um aldur og ævi.

En þetta er því miður ekki raunin um alla ferðamannastaði. Sumir eru jafnvel ofmetnir. Skoðum þá staði sem vefsíðan Stuff.co.nz telur ofmetna og algjörar ferðamannagildrur. Staðirnir þykja óvandaðir af því of margir ferðamenn flykkjast á þá svo það er engan veginn hægt að njóta þeirra og upplifa þá. Síðan þykja þeir bara ekkert svo svakalega merkilegir miðað við aðra staði: 

  • Stonehenge, England.
  • Blarney Stone, Írland.
  • Pýramídarnir í Giza Necropolis, Egyptaland. 
  • Skakki turninn í Písa, Ítalía.
  • Stjörnufræðiklukkan í Prag, Tékkland.
  • Times Square, New York borg.
  • Hollywood Walk of Fame, Los Angeles. 
  • Peðlingur piss, Belgía. 
  • Equator, Ekvador. 
  • Litla hafmeyjan, Kaupmannahöfn.