*

Ferðalög & útivist 19. nóvember 2013

Tíu óvenjuleg hótel

Hótel sem bjóða upp á gistingar í líkkistum, rörum eða hellum hljóta að teljast óvenjuleg.

Hótelið Tubotel í Langkawi í Malasíu er efst lista The Guardian yfir óvenjuleg hótel. Herbergið er gert úr stóru og steyptu röri sem er tveggja metra breitt. Inngangurinn í rörið er við annan endann sem er úr gleri og með útsýni yfir Andamanhafið. Herbergin (eða rörin) eru loftkæld og þar er nóg pláss og þægilegt tvíbreitt rúm. Reyndar þurfa gestir röranna að deila baðherbergi en í gistingunni er innifalinn morgunverður, hjól og Wifi. 

Í Propeller Island City Lodge í Berlín líkjast hótelherbergin listaverkum. Hótelið þykir ótrúlegt í alla staði. Eitt herbergjanna heitir til dæmis „Gröfin“ en í því eru tvær þægilegar hvítar kistur. Og til að hafa þetta sem raunverulegast þá eru lok á kistunum. 

Dvöl á hótelinu Fairy Chimney Inn í Goreme í Tyrklandi er eins og að ganga um í draumi. Hótelið er grafið inn í fjall og er að hluta til hellar og göng inni í fjallinu. Útsýnið er stórfenglegt. 

Önnur hótel á listanum sem þykja óvenjuleg eru:

  • Pedvale sculpture park, Sabile, Lettland.
  • Cape Footprints, Garden Route, Suður Afríka.
  • Uttar Kamalabari Satra, Majuli Island, Assam, Indland.
  • Hotel Enfrente Arte, Ronda, Andalucía, Spánn.
  • Trinidad Galleria, Merida, Mexíkó.
  • Hicksville Trailer Park, Joshua Tree, Kalifornía, Bandaríkin.
  • Clach Dion, Cairngorms, Skotland.