*

Ferðalög & útivist 1. maí 2013

Tíu skemmtilegustu strandvegir í heimi

Hvað eiga Svartfjallaland, Havaí og Ísland sameiginlegt? Strandvegir í löndunum komast á lista yfir 10 skemmtilegustu strandvegi í heimi.

Strandvegirnir sem komast á topp tíu listann yfir skemmtilegustu strandvegi í heimi koma alls staðar að úr heiminum. Og að sjálfsögðu er gamli góði hringvegurinn á Íslandi í sjöunda sæti.

Hér má sjá nánari umfjöllun um strandvegina fallegu á Stuff.co.nz

1. Pacific Coast Highway í Monterey, Kaliforníu.

Vegurinn sem er um 730 kílómetrar að lengd er sennilega þekktasti strandvegurinn í Bandaríkjunum. Vegurinn nær á milli Los Angeles og San Francisco og er gríðarlega vinsæll hjá ferðamönnum.

2. Kuhio vegurinn, Kauai, Havaí.

Margir velja Hana veginn en útsýnið meðfram Kuhio veginum þykir óviðjafnanlega fallegt og ef einhver man eftir kvikmyndinni Jurasic Park þá er þetta eins og að vera lentur í miðri myndinni. Það vantar bara risaeðlurnar.

3. Overseas vegurinn, (Hwy 1), Flórida Keys.

Overseas vegurinn er hluti af Route 1 sem nær frá meginlandi Flórida og í gegnum Flórida Keys sem er í raun eyjaklasi eða kóralrif.

4. Cabot Trail, Nova Scotia, Kanada.

Strendurnar í Nova Scotia minna á svæðið umhverfis Cape Cod nema byggðin er ekki eins þétt. Meðfram veginum eru margar fallegar gönguleiðir fyrir þá sem vilja stoppa og rölta um svæðið.

5. Great Ocean Road, Victoria, Ástralía.

Vegurinn er aðeins 93 kílómetra frá Melbourne. Hermenn úr fyrri heimstyrjöldinni lögðu veginn sem fer framhjá þjóðgörðum og fallegum ströndum.

6. The Garden Route, Western Cape Province, Suður-Afríka.

Á milli Port Elizabeth og Höfðaborgar liggur vegurinn fallegi sem tengir saman austur- og vesturhéruðin. Vegurinn, sem heitir The Garden Route eða Blómavegurinn, fær nafnið sitt vegna þess að meðfram veginum eru villt blóm og lítil þorp. Vegurinn þykir líka heppilegur fyrir þá sem vilja smá spennu en það eru um 114 snarpar beygjur á leiðinni og klettahengjur. 

7. Hringvegurinn, Ísland.

Hver hefði trúað því að gamla góða bílveikileiðin mundi ná sjöunda sætinu? Í greininni kemur fram að flestir ferðamenn fari Gullna hringinn en færri kannski fatti að keyra hringveginn. Þar sé reyndar ýmislegt fallegt að sjá, svo sem Jökulsárlón og Skaftafell og fleira gott.

8. The Atlantic Road, Noregur.

Atlantshafsvegurinn tengir eyjar saman á vesturströnd Noregs. Lengi var talað um að leggja veg sem gæti tengt eyjarnar saman en það var ekki gert fyrr en 1989.

9. Norðaustur Loop, Phuket, Tæland

Flestir ferðamannastaðirnir á Phuket eru við suður- og vesturstrendurnar en á norðaustur hluta eyjunnar er margt að sjá. Eins og til dæmis að keyra strandveginn Loop. 

10. Frá Kotor til Sveti Stephan, Svartfjallaland.

Leiðin á milli Kotor og Sveti Stephan þykir ægifögur. Hún byrjar í sveitasælunni í Svartfjallalandi og fer síðan meðfram Miðjarðarhafinu og framhjá Budva sem er vinsæll ferðamannabær.

Stikkorð: Ástralía  • Kanada  • Noregur  • Kalifornía  • Hringvegurinn  • Suður-Afríka  • Florida Keys  • Ástralía  • Strandvegir  • Svartfjallaland  • Havaí  • Tæland