*

Sport & peningar 16. júlí 2015

Tíu verðmætustu íþróttafélög heims

Lið í knattspyrnu og amerískum fótbolta eru áberandi á lista yfir verðmætustu íþróttafélög heims.

Spænska knattspyrnufélagið Real Madrid er verðmætasta íþróttafélag í heimi, samkvæmt nýjum lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Metur það félagið á 3,26 milljarða dala sem er jafngildi 443 milljarða íslenskra króna.

Lið í knattspyrnu og amerískum fótbolta eru áberandi á topp tíu lista Forbes og eiga íþróttagreinarnar þrjá fulltrúa hvor. Öðru sætinu deila bandarísku liðin Dallas Cowboys (amerískur fótbolti) og New York Yankees (hafnabolti), en bæði eru þau metin á 3,2 milljarða dala.

Athygli vekur að sjö af tíu verðmætustu íþróttafélögunum koma frá Bandaríkjunum, en auk amerísks fótbolta og hafnabolta kemur þar körfubolti líka við sögu. Hin þrjú liðin koma frá Evrópu og stunda knattspyrnu.

Tíu verðmætustu íþróttafélög heims

1. Real Madrid - 3,26 milljarðar dala - knattspyrna

2. - 3. Dallas Cowboys - 3,2 milljarðar dala - amerískur fótbolti

2. - 3. New York Yankees - 3,2 milljarðar dala - hafnabolti

4. Barcelona - 3,16 milljarðar dala - knattspyrna

5. Manchester United - 3,1 milljarður dala - knattspyrna

6. - 7.  Los Angeles Lakers - 2,6 milljarðar dala - körfubolti

6. - 7. New England Patriots - 2,6 milljarðar dala - amerískur fótbolti

8. New York Knicks - 2,5 milljarðar dala - körfubolti

9. - 10.  Los Angeles Dodgers - 2,4 milljarðar dala - hafnabolti

9. - 10. Washington Redskins - 2,4 milljarðar dala - amerískur fótbolti

Á lista Forbes er að finna fimmtíu íþróttafélög, en listann í heild sinni má sjá hér.

Stikkorð: Forbes  • Real Madrid