*

Bílar 20. maí 2016

Tivoli mætir til leiks

Suður-Kóreski bílaframleiðandinn SsangYong hefur sett á markað nýjan bíl sem heitir Tivoli.

Suður-kóreski bílaframleiðandinn SsangYong hefur sett á markað nýja fjórhjóladrifinn sportjeppa sem nefnist Tivoli. Bíllinn verður frumsýndur á morgun, laugardag hjá Bílabúð Benna í Reykjavík og Reykjanesbæ.

SsangYong hefur framleitt jeppa og jepplinga allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1954. Tivoli er nýjasta viðbótin við jeppalínuna frá SsangYong. Áður hefur Íslendingum staðið til boða Musso, Rexton og Korando, sem notið hafa ágætra vinsælda hérlendis.

Sú var tíðin að SsangYong Musso var einn söluhæsti jeppinn hér á landi fyrir hrunið. Salan minnkaði mjög í kjölfar hrunsins og lítið hefur spurst til merkisins hér á landi þar til nú.

SsangYong hefur gert það gott í Suður-Kóreu og undirbýr nú mikla markaðssókn með nýjar gerðir m.a. hins nýja Tivoli. Sportjeppinn Tivoli hefur vakið athygli erlendis enda laglega hannaður og ríkulega búinn. Þar að auki er hann fjórhjóladrifinn og þykir lipur í akstri. 

Stikkorð: Bílar  • Bíll  • Suður-Kórea  • SsangYong  • Eftir Vinnu  • Tivoli