*

Menning & listir 22. ágúst 2014

Tjaldið fellur hjá Hróa Hetti

Leikritið Hrói Höttur í meðförum Leikshópsins Lottu hefur verið sýnt 60 sinnum í sumar.

„Það er búið að ganga rosalega vel og við erum ánægð. Ég er ekki búin að sjá áhorfendatölur. En sýningarnar hafa verið vel sóttar þótt veðrið hafi ekki leikið við okkur,“ segir Andrea Ösp Karlsdóttir hjá Leikhópnum Lottu. Hópurinn sýndi síðustu sýningu leikritsins um Hróa Hött fyrir almenning í Elliðaárdalnum í vikunni.

Leikritið hefur eins og fyrri verk leikhópsins notið mikilla vinsælda jafnt hjá börnum og fullorðnum í sumar. Andreu telst til að sýningarnar hafi verið rúmlega 60 um allt land í sumar sem er meira en í fyrra. Leikhópurinn hefur verið fullbókaður og ekki hægt að hafa sýningarnar fleiri.

Þeir sem misstu af leikritinu um Hróa hött í meðförum Leikhópsins Lottu þurfa ekki að örvænta. Leikritið verður til á geisladiski auk þess sem verkið verður sett upp á bæjarhátíð Mosfellsbæjar 30. ágúst næstkomandi.