*

Hitt og þetta 3. ágúst 2004

Tæki sem sameinar DVD og myndband

Raftækjaframleiðandinn LG Electronics frá Suður-Kóreu hefur framleitt tæki sem leysir vanda sem margir glíma við: að yfirfæra efni af myndbandsspólum með stafrænum hætti yfir á DVD-geisladiska. Nýja tækið er með samhæft DVD upptökutæki og myndbandstæki þannig að leikur einn er að flytja gamlar sumarleyfismyndir af myndbandi yfir á DVD spilara.

Nýja tækið hefur fólki einnig kost á því að yfirfæra sjónvarpsþætti eða kvikmyndir úr sjónvarpi yfir á DVD af myndbandi. Tækið, RC68223, er væntanlegt á markað í september. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Tæknivals.