*

Hitt og þetta 9. september 2004

Ætla að færa netið yfir í venjulegt sjónvarp

Opera Software kynnir nýjan búnað

Norska fyrirtækið Opera Software kynnti nýja lausn fyrirtækisins á tengu milli netsins og sjónvarps á alþjóðlegri ráðstefnu dreifingarfyrirtækja International Broadcasting Convention (IBC). Opera Software hefur nú þróað búnað sinn þannig að hann eigi að gera færslu efnis af netinu yfir í sjónvarps hnökralitla. Menn hafa lengið beðið eftir því að hægt væri að nota sjónvarpstæki til að skoða netið en til þessa hefur strandað á lítilli upplausn sjónvarpstækja. Það vandamál telja þeir hjá Operu sig nú hafa leyst.

Búnaður þeirra, TV Rendering (TVR), framkvæmir nauðsynlega aðlögun til þess að yfirfæra netsíður á hefðbundinn sjónvarpsskjá. Þar sem vefsíður hafa verið gerðar með það fyrir augum að þær sjáist á tölvuskjám (monitorum) þar sem skerpan er mun meiri hefur yfirfærslan í sjónvarp verið vandamál til þessa. Með TVR búnaðinum eiga hins vegar breiðbandsnotendur að geta náð góðri mynd í sjónvarpstækjum sínum. TVR búnaðurinn einbeitir sér að upplausninni (pixleration) og litasamsetningunni og aðlagar þannig sendinguna að sjónvarpsskjánum. Leturgerð, litir og hönnun á þannig að birtast án breytinga í sjónvarpsskjánum.

Með TVR verður sjónvarpsiðnaðurinn að lokum fær um að tengjast netinu," sagði Jon S. von Tetzchner forstjóri CEO, Opera Software ASA og bætti við: ?Fullkomin aðgangur netsins að sjónvarpstækjum mun innan skamms verða krafa neytenda."