*

Bílar 28. febrúar 2014

„Töfrateppi götunnar“ til sýnis

Bílabúð Benna sýnir Porsche Panamera.

„Við kynnum núna á laugardaginn nýja útgáfu af Porsche Panamera. Satt að segja skortir mig orð til að lýsa honum og hvet því fólk til að koma í Porsche-salinn og skoða hann í návígi,“ segir THomas Már Gregers sölustjóri Porsche á Íslandi. 

Fram kemur í tilkynningu frá Bílabúð Benna að mörg orð hafi verið höfð um bílinn frá því hann kom fyrst á markað árið 2009. Bílablaðamenn hafi farið mikinn og m.a. líkt Panamera við töfrateppi götunnar sem breyta megi í villidýr með einni snertingu og allt þar á milli. En allir eru sammála um eitt; að einn bíll skuli búa að báðum þessum kostum, þægindunum og sportlegum eiginleikunum,  í svo ríkum mæli, sé einstakt.

Þeir sem áhuga hafa á töfrateppum götunnar geta kíkt í Bílabúð Benna á morgun en þar verður sérstök laugardagsopnun í Porsche – salnum. Þar á meðal verður Porsche Panamera.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is