*

Menning & listir 28. maí 2014

Tökur hafnar á þýskri sjónvarpsmynd á Íslandi

True North starfar með þýsku kvikmyndargerðarfólki að tökum á sjónvarpsmynd á Íslandi í sumar.

Íslenska framleiðslufyrirtækið True North starfar nú að tökum á þýsku sjónvarpsmyndinni Summer in Iceland sem fjallar um þýska konu sem kemur til Íslands að tilstilli frænku sinnar og kynnist hér á landi ýmsum íslendingum sem hafa áhrif á líf hennar. Bæði þýskir og íslenskir leikarar koma við sögu í myndinni.

Einnig er ágætlega stórt tökulið, miðað við sjónvarpsmynd, að vinna að henni hér á landi þó að það sé ekki á sama skala og hjá bandarísku kvikmyndunum sem sýnt hafa Íslandi áhuga sem tökulandi á undanförnum árum. 

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Helga Margrét Reykdal hjá True North að erfitt sé að segja til um hvort það verði áfram jafn áhugi á að taka upp kvikmyndir og þætti hér á Íslandi en að það sé þó ennþá mikill áhugi fyrir landinu á meðal kvikmyndagerðarfólks.