*

Hitt og þetta 7. apríl 2014

Tökur á Star Wars VII hafnar

Tökur á Star Wars fara fram í Englandi, Abu Dhabi og í Egyptalandi.

Tökur á nýjum þríleik í Star Wars myndaröðinni eru hafnar. Þrátt fyrir það hafa framleiðendur myndarinnar ekki lokið við að ráða leikara. Þetta kemur fram í frétt Sky sjónvarpsstöðvarinnar. 

Það er Disney Studios sem framleiðir myndirnar. Alan Horn, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að búið sé að ráða flesta leikarana fyrir Star Wars VII en verkinu sé ekki lokið. Hann segir að áætlað sé að myndin fari í sýningu í lok árs 2015.

Talið er að Pinewood kvikmyndaverið í Buckinghamskíri, Abu Dhabi og Egyptaland séu allt líklegir tökustaðir fyrir myndina. Óstaðfestar fregnir herma að Harrison Ford verði með í nýju myndinni og einnig Carrie Fisher í hlutverki prinsessu Leiu. Ekkert hefur þó fengist staðfest. 

Stikkorð: Star Wars