*

Hitt og þetta 3. janúar 2014

Tólf uppfinningamenn sem gleymdust

Hver hefði trúað því að snillingurinn sem fann upp karíókí hafi klikkað á einkaleyfinu?

Flestir þekkja Alexander Graham Bell eða Steve Jobs og vita fyrir hvað þeir standa og hvað þeir fundu upp. En síðan eru það þeir sem hafa fundið upp hluti sem við notum öll daglega en hafa þó ekki fengið mikinn heiður fyrir. Og hvað þá peninga.

Á Huffington Post er grein þar sem taldir eru upp 12 einstaklingar sem eru lítt þekktir eða fengu nánast engan heiður fyrir uppfinningar sem flestir jarðarbúar kannast við eða hafa notið góðs af. 

Harvey Ball hannaði broskallinn gula og fræga. Vissulega fann hann ekki upp brosið en hann hannaði þó broskallinn fyrir auglýsingafyrirtæki árið 1963. Á innan við áratug var búið að framleiða fimmtíu milljón útgáfur af broskallinum. Og hvað fékk Ball fyrir hönnun sína? 45 dali.

John Walker fann upp eldspýtur fyrir slysni þegar það kviknaði óvart í efnalausn á trépriki sem hann notaði til að blanda efnunum saman. Vinir hans hvöttu hann til að fá einkaleyfi en hann guggnaði á því. Í dag eru 500 milljarðar af eldspýtum notaðar í Bandaríkjunum á hverju ári. 

Daisuke Inoue hét trommari sem datt í hug að leyfa áhorfendum að koma upp á svið og syngja. Hann fann því upp Karaoke sem er japanska fyrir „Empty Orchestra" eða „tóm hljómsveit". Eitt kvöldið náði hann ekki hljómsveitinni saman svo hann tók undirspilið upp á spólu. Þetta var árið 1971. Hann klikkaði hins vegar á því að fá einkaleyfi fyrir uppfinningu sinni og fékk ekki krónu en karíókíiðnaðurinn veltir milljörðum dala í dag. 

Stikkorð: Eldspýtur  • Karíókí  • Broskall