*

Heilsa 19. janúar 2014

Tólf vikna planið

Ef þú ert að byrja í líkamsrækt ættirðu að kaupa þriggja mánaða kort. Þannig er erfiðara að slá æfingum á frest.

Um áramót er algengt að fólk setji sér ný markmið fyrir árið. En af hverju árið? Fyrir sirka 2.000 árum ákváðu Rómverjar að nýtt ár skyldi hefjast 1. janúar. Er ekki svolítið skrítið að leggja traust sitt á menn sem gengu um í skikkjum og þrifu á sér tennurnar með hlandi. 

Á vef breska blaðsins Guardian er fjallað um bókina „The 12 Week Year“. Í henni er lagt til að fólk hætti að setja sér markmið fyrir 52 vikur heldur einbeiti sér að næstu 12 vikum. Ef þú ert að byrja í líkamsrækt ættirðu að kaupa þér þriggja mánaða kort. Þannig er erfiðara að slá æfingum sífellt á frest.

Stikkorð: Líkamsrækt