*

Hitt og þetta 19. ágúst 2012

Tölfræði fjölmiðla: Sveiflukenndar fréttir

Þó Fréttablaðið sé útbreiddasta dagblaðið þá segir það um fjórðungi færri fréttir en Mogginn, eða tæpan þriðjung allra frétta á prenti.

Sumir blaðamenn skrifa fréttirnar af list, en hlutskipti flestra blaðamanna er þó að standa við færibandið endalausa, þar sem þeir framleiða, skera og snyrta til fréttir.

Samkvæmt tölfræðinni er mest af fréttum framleitt á netmiðlum en það er ekki fyllilega að marka, stór hluti þeirra er endurnýtt efni af systurmiðlum. Bróðurpartur frumfrétta verður því enn til á prentmiðlum.

Þar á Morgunblaðið langstærstan hlut, rúm 40%. Fréttablaðið segir um fjórðungi færri fréttir en Moggi, þrátt fyrir að vera útbreiddasta fréttablaðið, eða tæpan þriðjung allra frétta á prenti. Önnur blöð koma talsvert þar á eftir, enda útgáfudagarnir mun færri.

Nokkrar sveiflur eru í fréttaframleiðslunni milli vikna, mestar hjá Fréttablaðinu, mun jafnari hjá Morgunblaðinu og DV, en mestur stöðugleiki er á vikublöðunum.