*

Bílar 3. júní 2014

Tölvuleikjabíll verður að veruleika

Volkswagen Golf GTI Roadster var upphaflega aðeins hannaður fyrir tölvuleikinn Tran Turismo.

Hönnunardeild Volkswagen er í stuði þessa dagana. Þar á bæ hafa menn ákveðið að láta tölvuleikjabílinn Golf GTI Roadster verða að veruleika. Upp­haf­lega var hann bara hannaður fyr­ir Playstation tölvu­leik­inn Gran Turis­mo en Volkswagen hefur nú ákveðið að smíða eitt ein­tak af þessum sportlega tölvu­leikja­bíl.

Um er að ræða tveggja sæta, topp­lausa út­gáfu af Golf. Þetta er óneitanlega svakalega flottur bíll  þótt hann sé bara smíðaður í þessu eina ein­taki sem verður frum­sýnt á Woert­h­er­see bíla­sýn­ing­unni á næstu dögum. Volkswagen hef­ur frum­sýnt marga kraft­mikla hug­mynda- og fram­leiðslu­bíla á þeirri sýn­ingu í gegn­um árin en nú verður þetta eina eintak af topplausa Golf sem verður gullmoli þýska bílaframleiðandans.

GTI Roadster er knú­inn 3 lítra V6 vél með forþjöppu sem skilar 496 hest­öflum. Bíll er aðeins 3,6 sek­únd­ur úr kyrrstöðu í hundrað.