*

Tölvur & tækni 3. maí 2015

Tölvuleikur um Britney Spears

Von er á tölvuleik byggðan á lífi Britney Spears á fyrri hluta næsta árs.

Tölvuleikjaframleiðandinn Glu Mobile hefur gert samkomulag við söngkonuna Britney Spears til að þróa tölvuleik byggðan á lífi hennar. Britney Spears mun ljá leiknum rödd sína, og útlit og hafa listræn áhrif. Samningurinn milli Glu og Spears mun endast í að minnsta kosti fimm ár, með möguleika á þriggja ára framlengingu. Þeir sem spila leikinn munu geta upplifað glans og glamúr og allt sem afþreyingarbransinn hefur upp á að bjóða. Leikurinn mun fjalla um fyrstu ár Spears í sviðsljósinu, þegar hún var ein vinsælasta söngkona heims, og endurkomuna í Las Vegas. 

Þetta er ekki fyrsta stjarnan sem fyrirtækið gerir samkomulag við en það hefur nú þegar hagnast um 100 milljónir Bandaríkjadala á leiknum Kim Kardashian: Hollywood sem kom út síðasta sumar. 

Glu hefur gert samninga við fjölda frægra einstakling á árinu, meðal annars við Katy Perry og Kendall og Kylie Jenner, líklega vegna velgengni leiksins um Kim Kardashian. Búist er við að leikurinn komi á markað á fyrra hluti næsta árs.